Auglýsing

Þingkonur ætla að hittast í dag og ræða ummælin: „Ég er bara nýbúin að sjá þessar fréttir og er kjaftstopp“

Hópur kvenna á þingi ætlar að hittast í dag og ræða ummæli sem þingmenn úr Miðflokkinum og Flokki fólksins létu falla á bar í miðbæ Reykjavíkur í vikunni. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Í gærkvöldi fjölluðu Stundin og DV um upptökur þar sem þingmenn Miðflokksins heyrast tala með niðrandi hætti um kvenkyns stjórnmálamenn í samtölum sín á milli. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er ein þeirra sem talað er um í umræðunum.

Hún segir í samtali við fréttastofu RÚV í morgun að hún hafi verið kjaftstopp eftir að hún sá fréttirnar, allavega í bili. „Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Ég þarf ekki að setja mig í dómarasæti,“ segir hún.

Hún staðfesti við fréttastofu að nokkrar konur á þingi ætli að hittast í dag og ræða ummælin.

Þeir Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður Flokks fólks­ins, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafa beðist afsökunar á ummælum sínum. Sigmundur segir að það alvarlegasta í málinu sé það ef raunin sé orðin sú að á Íslandi sé farið að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing