Þjóðvegur eitt í sjötta sæti á lista yfir bestu ferðalög í heimi

Hringvegurinn hér á landi er í sjötta sæti á lista vefsíðurnnar Flight Network yfir bestu ferðalögin árið 2018. Listinn er settur saman af vefsíðunni og rúmlega 500 ferðablaðamönnum, ferðaskrifstofum, bloggurum og ritstjórum en alls eru fimmtíu ferðir á listanum. Yfirskrift hans er Heimsins bestu ferðalög sem þú ferð aðeins einu sinni í eða The World’s Best Once-In-A-Livetime Journeys. 

Hringvegurinn, eða þjóðvegur eitt, er fullkomin leið til að skoða náttúru Íslands og á leiðinni fær maður tækifæri til að sjá næstum allt það einstaka við landið og þau mörgu undur sem það býður upp á samkvæmt umfjöllun Flight Network. Vegurinn taki fólk því í ferðalag framhjá fjöllum og jöklum, í gegnum firðina og meðfram ótrúlegri standlengju landsins.

„Ævintýraþyrstir ferðalangar finna margt spennandi á leiðinni svo sem hinn magnaða Dettifoss, skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli og ísgöngin og hellana á Langjökli. Hringferð um þetta forvitnilega land vekur því upp ævintýraþrá í hverjum ferðalangi.“

Í fyrsta sæti listans ferðalag til Suðurskautslandsins, í öðru sæti er sigling til Galapagos-eyja í Ekvador og í þriðja sæti er ferð með Síberíuhraðlestinni. Ganga að Machu Picchu í Perú er í fjórða sæti og ferðalag meðfram Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna er í fimmta sæti.

Auglýsing

læk

Instagram