Þórður hjólar í DV vegna fréttar um Gunnar Rúnar: „Þetta er sirka botninn“

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, gagnrýndi DV á Twitter síðu sinni á dögunum vegna fréttaflutnings miðilsins af Gunnari Rúnari Sigurþórssyni. Þórður segir að umfjöllun DV sé sirka botninn, erindið sé ekkert og eini tilgangurinn sé umferðarklám.

Sjá einnig: Atli Fannar bjargar fólki frá „click-bait“ fréttum á Twitter: „Maður fólksins“

DV hefur fjallað töluvert um Gunnar Rúnar undanfarið en fyrir tveimur vikum birti miðillinn frétt um Tinder-aðgang Gunnars. Fyrir þremur dögum birtist svo nokkuð ítarleg umfjöllun um líferni Gunnars sem afplánar nú dóm fyrir morð.

Þórður Snær er ekki á því að fréttaflutningurinn þjóni neinum tilgangi nema umferðarklámi. „Beituvefur eltir dæmdan mann sem sinnir afplánun á röndum, tekur af honum myndir, birtir upplýsingar um gerð bifreiðar móður hans og heimilisfang hennar. Erindið er ekkert. Eini tilgangurinn er umferðarklám,“ skrifar hann á Twitter þar sem margir taka undir með honum.

Auglýsing

læk

Instagram