Auglýsing

Þrándur túlkar „Klausturfokkið“ með stórkostlegu málverki

Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson túlkaði Klausturgate málið með nýju málverki sem hefur slegið í gegn. Á málverkinu má sjá þá sex þingmenn sem urðu sér til skammar á Klaustri bar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Sjá einnig: Nú geta allir eignast Ná­brókar-Bjarna fyrir litlar 9.200 krónur

Þrándur sem vakti mikla athygli í haust fyrir málverkið Nábrókar-Bjarni segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi fengið fjölda áskoranna, fólk hafi spurt hann hvort að þetta atvik hafi ekki verið efni í mynd og hann hafi ekki getað skorast undan því.

„Ég þurfti lítið sem ekkert að hafa fyrir því að fella senuna að mínum myndheimi, þar sem þessi óviðkunnanlegi munnsöfnuður og andlegi vesældómur birtist okkur úr klaustri. Þetta féll eins og flís við rass, “ segir Þrándur í samtali við Fréttablaðið.

Myndin, sem Þrándur nefnir „Klausturfokk“, verður til sýnis í Gallerí Port á Laugavegi í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing