Auglýsing

Fréttablaðið sýnir beint frá gjörningi Báru sem sýnir raunverulegt líf öryrkja

Bára Halldórsdóttir, sem flestir Íslendingar kannast við úr Klausturs-málinu víðsfræga, stendur fyrir sérstökum listagjörningi á listasýningunni RVKFringe Festival í byrjun júlí. Fréttablaðið mun sýna beint frá gjörningnum á Facebook næstu þrjá daga en myndbandið má sjá hér að neðan.

Sjá einnig: Bára lokuð af í þrjá daga: „Ég ætla að sýna raunverulegt líf öryrkja”

Bára mun dvelja í þrjá daga á meðan hátíðinni stendur í litlu rými, með rúmi og öðrum nauðsynjum en verður girt af í hálfgerðu búri, sem sýna á fram á einangrun margra öryrkja og langveikra.

„Ég verð þarna sjálf því venjulega sér fólk bara öryrkja þegar þeir eru tiltölulega hressir. Fólk sér mann kannski einu sinni á mánaðarfresti í einhverju afmæli eða boði og undrast á því hvað maður lítur vel út. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að til þess að komast út úr húsi þurfti ég að háma í mig hálfan lyfjaskápinn og erfiða í marga klukkutíma til að greiða mér og komast í föt” segir Bára um gjörninginn en nánar má lesa um hann hér.

Sjáðu beina útsendingu Fréttablaðsins

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing