Þrívíddarmyndir af byggingum sem aldrei risu

Í bókinni Reykjavík sem ekki varð eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg er kafað ofan í skipulagssögu höfuðborgarinnar og dustað rykið af ýmsum skipulagshugmyndum fortíðarinnar sem komust aldrei af teikniborðinu. Þetta kemur fram á vef Lemúrsins.

Í bókinni má sjá þrívíddarmyndir af byggingum sem aldrei risu. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá svokallaða „háborg menningarinnar“ með stórum opinberum byggingum í nýklassískum stíl umkringja Skólavörðuholtið og í miðjunni er kirkja.

Í bókinni má einnig sjá athyglisverðar hugmyndir um brautarstöð við Snorrabraut. Brautarstöðin var hluti af járnbrautakerfi sem náði frá Öskjuhlíð til Reykjavíkurhafnar.

Á Lemúrnum kemur fram að farþegalest hafi átt að leysa þessa lest af hólmi og voru hugmyndir uppi um að lestarteinarnir áttu að ná alla leið í Hafnarfjörð frá Öskjuhlíðinni:

Guðni segir að þessi hugmynd hafi verið langt á veg komin, en forgangsröðun yfirvalda hafi að lokum komið í veg fyrir að draumurinn um íslenskt lestarkerfi yrði að veruleika.

Smelltu hér til að skoða ítarlega umfjöllun Lemúrsins.

Auglýsing

læk

Instagram