Þrjár milljónir fyrir Íslandsmeistaratitil í póker

Íslandsmeistaramótið í póker fer fram um helgina á Hótel Borgarnesi. Sigurvegarinn fær í sinn hlut þrjár milljónir króna.

Davíð Þór Rúnarsson, formaður Pókersambands Íslands, segir að mótið hafi aldrei verið glæsilegra en í ár. „Póker er í mikilli uppsveiflu hérlendis þessa dagana, þá sérstaklega eftir að alþjóðapókersambandið (IFP) sendi Pókersambandi Íslands bréf þess efnis að mótapóker væri hugaríþrótt og þar með lögleg íþrótt,“ segir hann.

Fjögur ár eru síðan póker var viðurkenndur sem hugaríþrótt af alþjóðasamtökum hugaríþrótta (IMSA). Davíð segir að bréfinu frá IFP hafi verið komið til viðeigandi aðila hérlendis þar sem krafist er viðurkenningar á mótapóker sem löglegri íþrótt hérlendis.

Íslandsmeistarinn í póker hlýtur um það bil þrjár milljónir í verðlaun fyrir fyrsta sætið, silfurarmband, sérmerktan glerbikar ásamt þeim heiðri að verða fyrsti Íslenski landliðsmaðurinn í póker, að sögn Davíðs.

Pókersamband Íslands sendir landslið til að keppa í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í mótapóker á næsta ári og fer Íslandsmeistarinn 2014 sjálfsögðu í boði sambandsins.

55 þúsund krónur kostar að vera með Íslandsmeistaramótinu í ár en 125 keppendur hafa þegar skráð sig til leiks. Búist er við að um 50-60 skrái sig í viðbót. Mótið í ár verður tekið upp og sjónvarpsþáttur sjónvarpsþáttur framleiddur úr efninu.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.

Auglýsing

læk

Instagram