Þungavigtarmaður tekur upp með Kaleo

Hljómsveitin Kaleo er stödd í hljóðveri í Lundúnum við uuptökur á nýju efni. Sveitin vinnur þar með breska upptökustjóranum Mike Crossey. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Sjá einnig: Jökull í Kaleo of myndarlegur fyrir Kate Moss

Crossey er þekktastur fyrir að hafa stýrt upptökum á tveimur fyrstu plötum hljómsveitarinnar Arctic Monkeys. Hann hefur einnig unnið með hljómsveitum á borð við Foals, Keane, The Kooks og Razorlight.

Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, segir í samtali við Fréttablaðið að Crossey sé mikill fagmaður:

Við erum að prófa að vinna með Crossey og sjáum svo hvað kemur út úr því. Þetta er mikill fagmaður og við hlökkum til samstarfsins.

Kal­eo er flutt til Banda­ríkj­anna fyrr í janúar þar sem hún verður á ferð og flugi næstu mánuðina við að kynna tónlist sína.

Eins og Nútíminn greindi frá á dögunum hefur hljómsveitin gert plötu­samn­ing við Atlantic Records um alþjóðlega út­gáfu verka sinna. Í Morgunblaðinu kom fram að unnið sé að því að koma hljóm­sveit­inni á fram­færi í kvik­mynd­um, aug­lýs­ing­um og sjón­varpsþátt­um vest­an­hafs.

 

Auglýsing

læk

Instagram