Tómas skurðlæknir var Baltasar Kormáki innan handar við tökur á Eiðnum

Tökum á Eiðnum, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, lauk um síðustu helgi. Baltasar leikur sjálfur aðalhlutverk myndarinnar sem fjallar um hjartaskurðlækni sem þarf að taka afdrifaríkar ákvarðanir þegar dóttir hans byrjar með hættulegum glæpamanni.

Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var Baltasar innan handar við tökur á myndinni en hlutverk hans var að gera aðgerðar- og spítalasenur sem raunverulegastar. Baltasar og Tómas eru gamlir skólafélagar úr MR og Tómas segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi fengið til liðs við þá hjúkrunarfræðinga á hjartaskurðstofu og yfirlækni og hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingu Landspítala.

„Þar sem Balti leikur sjálfur aðalhlutverkið fékk ég að sitja í leikstjórastólnum og öskra cut,“ segir Tómas.

Það var næstum því eins gaman og að vera alvöru hjartaskurðlæknir. Og Balti var bara hlýðinn, einnig Ingvar Sigurðsson sem leikur hitt aðalhlutverkið og kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason.

Baltasar sagði frá í Eiðnum í viðtali við Morgunblaðið á síðasta ári. Þar segir hann að upp­haf­lega hafi Eiður­inn átt að vera sjón­varpsþættir en hann áttaði sig fljótlega á því að þarna væri spenn­andi efni í kvik­mynd.

„Þetta er eitt besta efni og mest spenn­andi sem ég hef séð fyr­ir bíó­mynd og þá er ég að telja með það sem ég hef verið að lesa úti,“ sagði hann en spurður út í söguþráðinn sagði hann að myndin fjallaði um Ísland í dag þar sem fréttir af týndum stelpum berist um hverja helgi.

„Þess­ar ung­lings­stelp­ur eru alltaf að hverfa yfir eina og eina helgi og eru greini­lega að daðra við eitt­hvað sem er hættu­legra en þær eiga að vera að daðra við. Sag­an seg­ir af lækni, föður stúlku sem fer að reyna að ná henni út úr þessu og lend­ir í ótrú­legu mót­læti og erfiðleik­um,“ sagði hann.

„Ég hef lýst þessu sem realistic Taken. Það er eng­inn of­urpabbi með byssu sem bjarg­ar öllu held­ur sýn­ir mynd­in það sem er í raun og veru að ger­ast í kring­um okk­ur. Það eru mis­jafn­ir gæj­ar af dekkri stig­um lífs­ins að draga stelp­ur á tál­ar sem eru ekki orðnar full­orðnar ennþá.“

Auglýsing

læk

Instagram