Auglýsing

Tutt­ugu manns mætt­ir í röðina tveimur tímum fyrir opnun H&M

Sænska fataverslunin H&M opnar í Smáralind í hádeginu í dag. Margir bjuggust við langri röð fyrir utan verslunina en nú rétt fyr­ir klukk­an tíu voru um tutt­ugu manns mætt­ir í röðina. Það er mbl.is sem greinir frá þessu.

Sjá einnig: Allt að 60 prósent dýrara að versla í H&M á Íslandi en í Bretlandi

H&M mun á sjálf­an opn­un­ar­dag­inn veita fyrstu 1.000 gest­un­um gjafa­kort. Þar á meðal fær sá/sú sem er fyrst/ur 25.000 króna gjafa­bréf í versl­un­ina, gest­ur núm­er tvö fær 20.000 kr. gjafa­bréf og 15.000 kr. gjafa­bréf hlýt­ur þriðji gest­ur­inn.

Næstu þúsund gest­ir fá að gjöf 1.500 króna gjafa­kort í versl­un­ina.

Margir höfðu beðið með eftirvæntingu eftir að sjá Íslendinga í langri röð eins og tíðkaðst hefur þegar nýjar verslanir mæta til landsins en röðin fer rólega af stað í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing