Tyrese Gibson er dolfallinn: „Trúi ekki að líkamlegir augasteinar mínir sjái það sem ég sé“

Kvikmyndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious seríunni, er tekin upp að hluta hér á landi. Upptökur hafa farið fram á Akranesi og Mývatni en ekki var búist við að neinar stjörnur úr myndinni myndu láta sjá sig.

Leikarinn Tyrese Gibson kom þó óvænt til landsins að leika í myndinni í vikunni. Hann dvelur við Mývatn og hefur birt ansi skemmtileg myndbönd á Instagram þar sem hann lýsir því sem fyrir augu ber.

Hann trúir semsagt ekki sínum eigin augum — og orðar það ansi skemmtilega: „Trúi ekki að líkamlegir augasteinar mínir sjái það sem ég sé,“ segir hann og sýnir okkur það sem hann kallar mynd af Guði.

Tökur á Fast 8 halda áfram á Íslandi á næstunni. Ásamt því að taka upp á Mývatni verða atriði tekin upp á Akranesi. Þá hefur Nútíminn heimildir fyrir því að einhverjar tökur fari fram í Reykjavík.

Auglýsing

læk

Instagram