Ungfrú Ísland varar við eigin myndbandi

„Ég hugsaði alveg út í það hvort ég ætti að þora að deila þessu myndbandi með lesendunum mínum eða ekki. En ég ákvað svo auðvitað að gera það.“

Þetta segir fegurðardrottningin Tanja Ýr á bloggsíðu sinni.

Tanja er á leiðinni út að taka þátt í keppninni Miss World á næstunni. Hún varar fólk við myndbandinu og segist fá kjánahroll þegar hún heyrir sjálfa sig tala ensku:

Að læra að tala fyrir framan myndavél er hægara sagt en gert og hvað þá á ensku. Þetta var mjög lærdómsríkt og líka rosalega skemmtilegt. Það erfiðasta við þetta er að hlusta á sig eftir á, sýna eigin rödd! Það fer eitthver kjánahrollur í gegnum mig þegar að ég hlusta á sjálfa mig tala, en ég er farin að sætta mig við íslensku enskuna mína og langaði að deila þessu með ykkur. VARÚÐ haha…

Í myndbandinu segir hún meðal annars frá því að þegar hún var yngri dreymdi hana um verða stjörnufræðingur en hún stundar nám í hugbúnaðarverkfræði í dag:

Myndbandið var tekið upp í Hörpu og Tanja Ýr var áður búin að blogga um skemmtilegt atvik við upptökurnar.

„Fyndnasta sem ég hef lent í allt í einu komu nokkrir útlendingar ásamt íslenskri konu að skoða Hörpuna,“ segir hún.

„Þau fóru að forvitnast hvað við værum að gera. Við sögðum þeim að við værum að taka upp myndband fyrir Miss World og þá byrjuðu útlendingarnir að segja „this is famous person“ og tóku flest allir upp símana sína og byrjuðu að taka myndir. Skrítin, fyndin og kjánalegt tilfinning og mjög fyndið. Mamma allvega skemmti sér konunglega við að sjá hvað ég var vandræðaleg þegar að þetta gerðist.“

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.

Auglýsing

læk

Instagram