Útvarp Saga kannar hvort múslimum sé treystandi, við erum með okkar eigin könnun

Útvarp Saga kannar á vefsíðu sinni hvort múslimum sé treystandi. Eitthvað sem Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar, kallar á Facebook síðu sinni einhverskonar met í lágkúru. Og heimsku. Og fáfræði. Og heimóttarhætti. Og rasisma. Og mannvonsku.

Snæbjörn spyr hvernig fólki detti í hug að ala á, og ýta undir, tortryggni gegn öðru fólki með því að setja hlutina svona upp.

Ekki reyna að fela ykkur á bakvið hlutleysi af neinu tagi, svona spurningar eiga engan veginn rétt á sér undir neinum kringumstæðum því sá sem svona spyr er að fiska eftir ákveðnum svörum.

Þá segir Snæbjörn að fólkið á Útvarpi Sögu viti hreinlega ekki hvað múslimi er. „Og vill ekki vita það,“ bætir hann við.

Fáum þetta á hreint.


Auglýsing

læk

Instagram