Veszprem ætlar í mál við Aron Pálmarsson eftir að hann skrópaði á æfingu

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta mætti ekki á æfingu hjá félagsliði sínu Veszprem í dag. Heimasíða félagsins greinir frá því að 15 mínútum áður en æfing liðsins átti að hefjast hafi Aron sent þjálfara liðsins, Ljubomir Vranjes, skilaboð þar sem hann tjáði honum að hann kæmi ekki á æfinguna. Þess í stað væri hann á leið til Íslands.

Í yfirlýsingunni kemur fram að Vranjes hafi ekki áhuga á því að hafa leikmenn í sínu liði sem sýndi framkomu sem þessa og muni því ekki nota hann á komandi tímabili.

Aron mun fara til Barcelona og leika með Spánarmeisturunum eftir komandi tímabil en samningur Arons og Veszprem nær hinsvegar til 30. júní 2018.

Auglýsing

læk

Instagram