Vísir greindi frá því að Bubbi vildi ekki tolla og sprelligosar landsins sögðu allir sama brandarann

Vísir.is greindi frá því í frétt á vef sínum í morguntónlistarmaðurinn og skáldið Bubbi Morthens væri mótfallinn hugmyndum Jóns Gunnarssonar um vegatolla. Fyrirsögn fréttarinnar var „Bubbi vill ekki tolla“ en strax í kjölfarið sáu sprelligosar landsins sér leik á borði.

Eins og flestir vita á Bubbi bróðir sem er kallaður Tolli. Án þess að útskýra brandarann of vel flest hann í því að misskilja fyrirsögnina.

Við tókum saman nokkur dæmi… ATH! Listinn er ekki tæmandi

Bubbi, sem býr í Kjós greindi frá því í viðtali við Vísi að ef hugmyndir Jóns um vegtollahlið næðu fram að ganga þyrfti hann að punga út heilum  72 þúsund krónum árlega í vegtolla. Ekki VegTolla….

Auglýsing

læk

Instagram