Ferskur hindberja mojito

Hráefni:

  • Fyrir hindberja-sýróp:
  • 2 dl vatn
  • 2 dl sykur
  • 170 gr fersk hindber
  • Fyrir hindberja mojito:
  • 1 lime, skorið í sneiðar
  • 6 mintulauf + extra til skrauts
  • 3 til 4 hindber til skrauts
  • 6 ml vodka
  • sódavatn c.a. 100 ml
  • klakar

Aðferð:

1. Byrjið á að útbúa sýrópið en þá fer vatn, sykur og hindber í pott og þetta er hitað að suðu. Þá er hitinn lækkaður og þessu er leyft að malla á vægum hita í um 4 mín. Takið til hliðar, kælið og sigtið.

2. Takið kokteil hristara og setjið myntuna í hann ásamt lime sneiðum. Kremjið þetta með mortéli eða skafti á sleif. Næst fer vodka saman við og hristarinn fylltur upp með klaka. Setjið lokið á og hristið þetta vel í 1-2 mín.

3. Hellið þessu í glas (sigtið klakana frá). Setjið 3-4 msk af sýrópi í glasið, fyllið það næst upp með klökum og sódavatni og hrærið vel saman. Skreytið með limesneiðum, hindberjum og myntulaufum.

    Auglýsing

    læk

    Instagram