Gerðu þínar eigin kartöfluflögur!

Auglýsing

Hráefni:

  • 4 meðalstórar kartöflur
  • 2 msk ólívuolía
  • sjávarsalt eftir smekk
  • svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar, gott er að nota mandólín rifjárn en þá færðu allar sneiðarnar í sömu þykkt. Þerrið sneiðarnar með eldhúspappír. Setjið þær í skál ásamt olíu, salti & pipar og hristið þetta vel saman. Raðið sneiðunum jafn á ofnplötuna (gætir þurft að nota 2 plötur) og bakið í um 10 mín. Takið þær þá út úr ofninum, snúið þeim við og aftur inn í ofninn í 7-9 mín. Takið út úr ofnium og leyfið þeim að kólna í 2-5 mín. Kartöfluflögurnar salta og pipra örlítið meira ef þarf.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram