today-is-a-good-day

Heimalöguð tómatsúpa með ferskri basilku og parmesan

Hráefni:

  • 4 sellerí stilkar
  • 4 meðalstórar gulrætur
  • 1/2 laukur
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 3 msk smjör
  • 2 msk ólívuolía
  • 1/2 dl hveiti
  • 1 líter kjúklingasoð
  • 2 dósir hakkaðir tómatar
  • 1/2 dl fersk basilika
  • 1 tsk oreganó
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk svartur pipar
  • chilliflögur
  • 1 lárviðarlauf
  • 3 dl rjómi
  • 2 dl rifinn parmesan

Aðferð:

1. Rífið sellerí, gulrætur, lauk og hvítlauk niður í matvinnsluvél eða með rifjárni.

2. Bræðið smjör í stórum potti (sem má fara inn í ofn). Steikið rifna grænmetið í um 4 mín. Bætið hveitinu út í og hrærið stöðugt í þessu í 1 mín. Hrærið þá kjúklingasoðið saman við ásamt tómötum, kryddum og lárviðarlaufinu. Náið upp suðu og léyfið þessu að malla í 15 mín.

3. Hrærið þá rifinn parmesan saman við ásamt rjómanum. Látið þetta malla í aðrar 15 mín. Farlægið næst lárviðarlaufið og smakkið til með salti og pipar. Á þessu stigi má mauka súpuna með töfrasprota eða bera hana fram eins og hún er. Toppið með ferskum parmesan áður en hún er borin fram.

Auglýsing

læk

Instagram