Auglýsing

Heimalöguð tómatsúpa með ferskri basilku og parmesan

Hráefni:

  • 4 sellerí stilkar
  • 4 meðalstórar gulrætur
  • 1/2 laukur
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 3 msk smjör
  • 2 msk ólívuolía
  • 1/2 dl hveiti
  • 1 líter kjúklingasoð
  • 2 dósir hakkaðir tómatar
  • 1/2 dl fersk basilika
  • 1 tsk oreganó
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk svartur pipar
  • chilliflögur
  • 1 lárviðarlauf
  • 3 dl rjómi
  • 2 dl rifinn parmesan

Aðferð:

1. Rífið sellerí, gulrætur, lauk og hvítlauk niður í matvinnsluvél eða með rifjárni.

2. Bræðið smjör í stórum potti (sem má fara inn í ofn). Steikið rifna grænmetið í um 4 mín. Bætið hveitinu út í og hrærið stöðugt í þessu í 1 mín. Hrærið þá kjúklingasoðið saman við ásamt tómötum, kryddum og lárviðarlaufinu. Náið upp suðu og léyfið þessu að malla í 15 mín.

3. Hrærið þá rifinn parmesan saman við ásamt rjómanum. Látið þetta malla í aðrar 15 mín. Farlægið næst lárviðarlaufið og smakkið til með salti og pipar. Á þessu stigi má mauka súpuna með töfrasprota eða bera hana fram eins og hún er. Toppið með ferskum parmesan áður en hún er borin fram.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing