Ljúffeng grilluð kjúklingaspjót

Hráefni:

  • 700-800 gr kjúklingabringur
  • 1/2 dl ólívuolía
  • 2 msk sítrónusafi
  • 4 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • ½ tsk paprika
  • 2 tsk oreganó
  • 1 tsk rósmarín saxað niður
  • ½ tsk svartur pipar
  • 1 tsk salt
  • 2 rauðlaukar, skorinn í 4 cm bita.

Aðferð:

1. Skerið kjúklinginn í c.a. 4 cm bita. Blandið öllum hráefnum (nema rauðlauk) saman í skál og setjið kjúklinginn saman við og blandið vel saman. Setjið lok eða plastfilmu yfir skálina og geymið í kæli í minnst 30 mín, því lengur því betra.

2. Leggið grillpinnana (ef notaðir eru úr við) í bleyti í heitu vatni í minnst 30 mín áður en þeir eru notaðir, þá brenna þeir ekki á grillinu.

3. Þræðið kjúkling og rauðlauk til skiptis á spjótin og penslið þetta síðan með afgangs maríneringunni. Grillið þetta næst á grilli í um 2-3 mín á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn hefur tekið á sig fallega gylltan lit og er eldaður í gegn.

Auglýsing

læk

Instagram