today-is-a-good-day

Ofnbakaðar sætar kartöflur með parmesan

Hráefni:

  • 2 sætar kartöflur skornar í sneiðar
  • 1 msk ólívuolía
  • 2 msk brætt smjör
  • 4 msk parmesan ostur
  • 1/2 tsk hvítlaukssalt
  • 1/2 tsk ítalskt krydd
  • Ferskt timjan

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður.

2. Setjið hvítlauk, olíu, smjör, salt, parmesan og ítalskt krydd í poka og blandið vel. Setjið sætu kartöflurnar í pokann og hristið vel til þar til kartöflurnar eru vel hjúpaðar af blöndunni.

3. Smyrið eldfast form létt að innan með smjöri og raðið síðan sætu kartöflunum í mótið. Gott er að strá aðeins parmesan yfir áður en þetta fer í ofninn.

4. Bakið kartöflurnar í 30-35 mín. Berið fram strax og stráið fersku timjan yfir.

Auglýsing

læk

Instagram