Ofnbakaður lax með hvítlauk og dijon sinnepi

Auglýsing

Hráefni:

 • 450 gr laxaflak
 • 125 ml hunang
 • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
 • 1 dl grófkorna dijon sinnep
 • safinn af 1/2 sítrónu
 • 1 msk ólívuolía
 • 1/4 tsk chilli flögur
 • 1/4 tsk cayenne pipar
 • 1/2 tsk paprika
 • sjávarsalt og pipar
 • 1 msk saxað kóríander
 • 1 sítróna, skorin í báta

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Útbúið bakka úr álpappír og komið honum fyrir á ofnplötu.

2. Blandið saman hunangi, sinnepi, sítrónusafa, olíu, papriku, chilliflögum, cayenne pipar og salti saman í skál og blandið vel saman. Leggið til hliðar.

Auglýsing

3. Leggið laxinn í ápappírs-bakkann. Hellið sinneps blöndunni yfir hann og smyrjið jafn yfir. Salt og pipar eftir smekk. Brettið álpappírinn þétt að laxinum svo sósan/safinn leki ekki niður í ofninum.

4. Bakið laxinn í um 10-15 mín eða þar til hann er aldaður í gegn. Gott er að setja á grill stillingu síðustu 2-3 mínúturnar svo hann verði fallega gylltur að ofan. Toppið með ferskum kóríander og berið fram með sítrónubátum.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Rækjur í pylsubrauði með aioli sósu

Súper einfaldur og hollur morgunverður

Súper einfaldur og hollur morgunverður

Cashew kjúklingur

Cashew kjúklingur

Rocky road bitar með Rolo súkkulaði

Rocky road bitar með Rolo súkkulaði

Instagram