today-is-a-good-day

Ofnbökuð kartöflusmælki með sveppum og rjóma

Hráefni:

  • 500-700 gr kartöflusmælki
  • 1 portobello sveppur skorinn niður
  • 1 pakki sveppir skornir í sneiðar
  • 3 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 msk ólívuolía
  • 3 msk balsamik edik
  • Salt & Pipar
  • 1/4 tsk chilliflögur
  • 1/4 tsk timjan

Sósan:

  • 2 dl grænmetissoð
  • 1 1/2 dl rjómi
  • 1 dl rauðvín (eða meira soð)
  • 1/2 dl saxaður graslaukur

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 210 gráður.

2. Setjið kartöflur, sveppi, hvítlauk, olíu, balsamik edik, salt, pipar, chilliflögur og timjan í stóra skál og blandið þessu vel saman. Hellið þessu næst í pönnu (sem má fara í ofn) og dreifið úr þessu. Bakið þetta í ofninum í um 15 mín, takið þetta út og hristið vel upp í þessu áður en þetta fer aftur inn í ofninn í aðrar 15 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Takið pönnuna úr ofninum, setjið hana á hellu og kveikið undir.

3. Hellið yfir kartöflurnar rauðvíni og leyfið þessu að malla í 2-3 mín. Hellið þá grænmetissoðinu og rjómanum saman við ásamt helmingnum af graslauknum. Kryddið til með salti og pipar ef þarf. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Toppið þetta með restinni af graslaukunum áður en borið er fram.

Auglýsing

læk

Instagram