Steiktar strengjabaunir með chilli og hvítlauk!

Hráefni:

  • 1 msk olía til steikingar
  • 4 hvítlauks geirar, skornir gróft
  • 1 pakki strengjabaunir
  • 1/2 dl grænmetissoð
  • 2 msk sojasósa
  • 1 dl sweet chilli sósa
  • 1 tsk chilli flögur
  • salt eftir smekk

Aðferð:

1. Hitið olíu á stórri pönnu. Steikið hvítlaukinn í olíunni í um 30 sek. Bætið þá baununum á pönnuna og steikið þar til þær brúnast aðeins. Hræra vel í á meðan.

2. Bætið næst grænmetissoðinu ásamt sojasósu. Leyfið þessu að malla áfram í um 4-5 mín. Þá fer sweet chilli sósan saman við ásamt chilli flögum og salti. Leyfið þessu að blandast saman í um 2-3 mín. Berið fram heitt!

Auglýsing

læk

Instagram