Auglýsing

Vinsælustu uppskriftir ársins 2023: Ofnbakað rósakál með parmesan og hvítlauk

Hverjum hefði dottið í hug að rósakál hefði náð á listann yfir vinsælustu uppskriftir ársins 2023. Allavega ekki okkur hjá Nútímanum en það virðist vera staðreynd hvað sem líður. Þetta ofnbakaða rósakál er meðal vinsælustu uppskrifta vefsins á síðasta ári en yfir tuttugu þúsund manns fengu vatn í munninn þegar hún var lesin.

Nútíminn heldur áfram að birta vinsælustu uppskriftir síðasta árs og eins og áður hefur komið fram er kominn tími á vinsælasta rósakál landsins og rúmlega það. Hér er það með parmesan og hvítlauk. Verði ykkur að góðu!

Hráefni:

  • 500 gr rósakál, snyrt og skorið í tvennt
  • 2 msk smjör, brætt
  • Ólívuolía
  • 1 hvítlauksgeiri rifinn niður
  • 1/2 salt ( eða eftir smekk )
  • 1/4 tsk svartur pipar ( eða eftir smekk )
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk laukduft
  • 1 dl panko brauðrasp
  • 1 dl rifinn parmesan

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Setjið bráðið smjör, ólívuolíu, salt, pipar,hvítlauk, hvítlauksduft og laukduft í stóra skál og hrærið. Setjið rósakálið saman við og blandið þessu vel saman. Næst fer parmesan og panko rasp saman við og aftur er þessu blandað vel saman.

3. Dreifið rósakálinu á ofnplötuna. Bakið í 15-20 mín eða þar til rósakálið er orðið mjúk og farið að brúnast aðeins. Berið fram strax. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing