5 staðreyndir um typpi sem þú hefur líklega aldrei heyrt

Það er ýmislegt við þetta merkilega líffæri sem við höfum aldrei heyrt. Hér eru fimm staðreyndir sem eru nokkuð merkilegar:

1. TYPPIÐ ÞOLIR AÐ VERA AFHÖFÐAÐ:

Penctomy er aðgerð þar sem hluti af typpinu er fjarlægður. En þrátt fyrir að kóngurinn sé tekinn af krúnu sinni þá getur limurinn virkað áfram stundað kynlfí og átt jafnt þvaglát og sáðlát.

2. EF FÉLAGINN HANGIR TIL VINSTRI ERTU ÓLÍKLEGRI TIL AÐ VITA HVAÐ KÆRASTAN ER AÐ HUGSA!

Menn sem eru með typpi sem hangir til vinstri – og það er meirihlutinn – eru líklegri til að hugsa frekar með vinstra heilahvelinu. En þetta sýnir rannsókn sem var birt í tímaritinu Human Reproduction.

Þeir sem hugsa meira með vinstra heilahvelinu eru betri í stærðfræði, rökum og hörðum upplýsingum. Þeir sem hugsa með hægra heilahvelinu, eru betri í að vinna sjónrænar og tilfinningatengdar upplýsingar – eins og tón raddar og samhengi orða.

Þannig ef félaginn hangir til vinstri getur það útskýrt af hverju þú ert frábær í algebru – en skilur ekkert af hverju kærastan er reið við þig.

3. SÁÐLÁT GETUR ÁTT SÉR STAÐ ÞRÁTT FYRIR AÐ HANN SÉ LINUR

Á meðan standpína  og sáðlát eru vanalega nátengd, þá er ekki nauðsyn að vera með harðan lim til að eiga sáðlát. Þetta sýnir rannsókn frá California’s Oakland Medical Center. Vöðvarnir sem valda sáðláti eru ekki beintengdir við standpínu, þannig það er ekkert sem útilokar sáðlát í linu ástandi.

4. SÆÐI GETUR SKOTIST ALLT AÐ 2,5 METRA

Samkvæmt rannsókn University of Indiana framkvæmda af kynlífssérfræðingnum Alfred Kinsey, þá getur sæði skotist allt að 2,5 metra.

5. LIMURINN BROSIR VIÐ SAMFARIR

Rannsókn frá Frakklandi skoðaði lögun limsins á meðan samförum stendur.  Og það var komist að því að á meðan samförum í trúboðastellingunni stendur – þá myndar getnaðarlimurinn sveigju sem er líkust brosi.

Og af hverju? Nú auðvitað af því hann er glaður!

Auglýsing

læk

Instagram