Geymir þú stundum HÁRTEYGJU á úlnliðnum? – *Varúð* þetta endaði illa!

Flestar konur (og menn með sítt hár) ættu að kannast við þann vana að geyma hárteygju á úlnliðnum.

Það er gott að hafa alltaf eina við höndina ákveði maður að henda hárinu upp um miðjan daginn.


En út af þessari venju þá lenti Audree Kop í atviki sem hljómar meira eins og eitthvað sem á heima í hryllingsmynd – og eitthvað sem gæti fengið þig til að hætta að gera þetta.

Hún geymdi gimmer teygju á hendinni og fékk sár undan henni. Hún segir að fyrst hafi þetta bara verið skráma og hún hafi nú ekki verið að velta þessu mikið fyrir sér. Skráman tók þó fljótega að bólgna upp.

Hér sýnir hún stærðina á kúlunni sem myndaðist – og ber hana saman við stærðina á pening.

Hún leitaði á bráðamóttöku og hélt að hún hlyti að hafa verið bitin af könguló eða eitthvað slíkt. Læknar fundu þrjár mismunandi bakteríusýkingar og hún var flutt í hvelli á annan spítala þar sem hún fór beint í aðgerð.

Svona leit sárið út eftir að læknar höfðu opnað það, fyrir aðgerðina.

Þeir sögðu að hún hefði verð heppin, ef hún hefði komið nokkrum tímum síðar á bráðamóttökuna hefði hún eflaust verið komin með blóðeitrun.

 

Það er eins gott að fara varlega með teygjurnar gott fólk!

Auglýsing

læk

Instagram