Rachel ákvað 16 ára að verða viljandi ófrísk – „Ég vildi eignast besta vin og það verður barnið“

Rachel Hendry er 17 ára gömul. Hún hefur þurft að hætta í skóla vegna þess að í næsta mánuði á hún von á stúlkubarni.

Rachel varð viljandi ófrísk eftir 21 árs gamlan kærasta sinn Chris Hayne eftir aðeins tveggja mánaða samband.

Hún er þrátt fyrir allt sannfærð um að hún og Chris, sem er atvinnulaus, verði góðir foreldrar og blæs á allar áhyggjur fullorðna fólksins í kringum þau. „Ég kann að gera súpu og karrý rétt,“ bætir hún við.

„Það er plan mitt að ég og hún verðum bestu vinir,“ segir Rachel, sem kemur fram í raunveruleikaþættinum Babyfaced Mums í Bretlandi.

Meðal annarra ungra mæðra sem fram koma í þættinum er 21 árs Lettie Head sem er þriggja barna móðir sem er um þessar mundir að reyna að sannfæra kærastann sinn um að eignast með sér annað barn.

Auglýsing

læk

Instagram