Vertu vitni að sögulegum viðburði – Tappi Tíkarass kemur fram á Hard Rock 15. desember

Nú þann 15. desember mun verða sögulegur viðburður þegar Tappi Tíkarass mun stíga á stokk í kjallaranum á Hard Rock.

Fyrir þá sem ekki þekkja til má lesa sér þetta til á Wikipedia.

Tappi tíkarrass var íslensk pönk/popphljómsveit sem var stofnuð árið 1981. Stofnmeðlimir hennar voru Eyþór Arnalds(söngur), Jakob Smári Magnússon (bassi), Eyólfur Jóhannsson (gítar), og Oddur F. Sigurbjörnsson (trommur) og síðar Björk Guðmundsdóttir (söngur) og Guðmundur Þór Gunnarsson  (trommur),. Nafnið kom að sögn til þannig að faðir Jakobs sagði um tónlist hljómsveitarinnar: „Þetta smellur eins og tappi í tíkarrass hjá ykkur.“[1]

Tappi tíkarrass var ein hljómsveitanna sem fram komu í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Sveitin gaf út eina stuttskífu og eina breiðskífu en hætti nokkru eftir að breiðskífan Miranda kom út í desember 1983.

Ljóst er að þetta er viðburður sem ekki má láta fram hjá sér fara – 15. desember, Hard Rock!

Auglýsing

læk

Instagram