102 ára harðjaxl leggur internetið að fótum sér, engin leikfimi og ekkert lýsi, áfengi eða sígarettur

Hin 102 ára gamla Guðný Baldvinsdóttir hefur lagt internetið að fótum sér eftir viðtal í fréttum Stöðvar 2. Hún er grjóthörð eins og viðtalið sýnir.

Hún býr í Borgarnesi og hefur aldrei farið í sund, aldrei í leikfimi og aldrei drukkið lýsi, áfengi eða reykt.

Guðný var með einhvers konar sýnikennslu í að tala mannamál í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson í fréttum Stöðvar 2

„Mér finnst það ekkert merkilegt og ég hef aldrei fundið neitt við það og mér finnst það með ólíkindum að maður skuli ekki fá frið, það þurfi að koma í útvarpið eða í blöðum eða einhver viðtöl þegar maður er orðinn nógu afgamall og farinn að sljóvgast, þá geti maður ekki haft sín rólegheit eins og maður hafði alltaf, maður var ekki svo merkilega persóna. Ég held að ég hafi ekkert fengið neina bót á því þegar ég varð 100 ára, ekki var ég vör við það,“ sagði hún í fréttunum.

Hún er alls ekki ánægð með athyglina

Spurð hversu gömul hún ætlar að verða lét hún hafa eftir sér bestu tilvitnun sem sést hefur í íslenskum fjölmiðlum í langan tíma:

„Eins og forsjónin sér um, ég er tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun.“

Auglýsing

læk

Instagram