Aron Gauti og Daði framkvæma ótrúleg skot í keppni á vegum Meistaradeildarinnar

Auglýsing

Handboltabræðurnir Aron Gauti Laxdal og Daði Laxdal leika listir sýnar í myndbandi sem þeir sendu í keppnina Trick Shot Showdown. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Keppnin er á vegum Meistaradeildar Evrópu í handbolta hófst í dag á Facebook. Keppnin snýst um að senda myndbönd sem sýna keppendur framkvæma erfið, flókin og flott skot.

Í myndbandinu má sjá mörg mjög flott skot hjá þeim bræðrum. Má sjá þá standa mikið á sjúkraboltum og láta þeir það líta út fyrir að vera mikið auðveldara en það er. Ef þið trúið því ekki, prófiði það. Endilega takið það upp á myndband!

Þeir búa þó yfir reynslu af svipaðri keppni á vegum Meistaradeildarinnar en þeir tóku þátt í keppni á hennar vegum árið 2015. Sigurvegarar keppnarinnar í ár fá að eyða heilum degi í það að taka upp skautleg skot með stjörnum úr Meistaradeild Evrópu.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

Auglýsing

læk

Instagram