Biðu í röð eftir sjaldgæfum strigaskóm, betri fjárfesting en Rolex

Auglýsing

Áhugamenn um strigaskó biðu spenntir eftir gríðarlega eftirsóknaverðum skóm fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík í gærmorgun. Nútíminn kíkti á staðinn og afraksturinn má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.

„Þetta eru merkilegir skór. Um leið og þú kaupir þá eru þeir orðnir verðmætari,“ segir verslunarmaðurinn Sindri Jensson.

Þess vegna leyfum við ekki að máta og það er ekki hægt að taka frá — fyrstur kemur fyrstur fær. Þú getur selt þá á Ebay eða Amazon strax fyrir hærra verð eða beðið í nokkur ár og selt þá á enn þá hærra verði.

Er þetta bara eins og að kaupa Rolex-úr?

„Ja, örugglega betri fjárfesting.“

Auglýsing

Skórnir sem um ræðir eru sérstök 30 ára afmælisútgáfa af Air Jordan 11 72-10. Nafnið á skónum er vísun í mettímabil Chicago Bulls í NBA-deildinni 1995 til 1996 þar sem liðið sigraði 72 leiki en tapaði aðeins 10. Micheal Jordan var þá valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar og metið stendur ennþá.

Eins og Nútíminn greindi frá í október þá er Húrra Reykjavík komin á lista yfir verslanir í Evrópu sem hafa aðgang að svokölluðum Quick Strike-skóm frá Nike. Slíkir skór koma á markað með skömmum fyrirvara og verslanir þurfa sérstakt leyfi til að selja skóna sem eru ávallt seldir í afar takmörkuðu magni.

Næsta myndband ▶️ Ástin lá í loftinu á Nexus-sýningu á Star Wars: „Hún er prinsessan sem ég bjargaði“

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Instagram