Boða aðra þáttaröð af 13 Reasons Why

Önnur sería af þáttunum 13 Reasons Why er væntanleg. Þetta kemur fram á Twitter-aðgangi þáttanna. „Sögunni er ekki lokið,“ segir í dularfullum skilaboðum sem birtust rétt í þessu og myndband fylgir með. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Fyrsta sería af 13 Reasons Why fór í dreifingu á Netflix 31. mars á þessu ári. Þættirnir slógu í gegn en þeir fjalla um sjálfsvíg Hönnuh Baker, sem skildi eftir sig kasettur þar sem hún segir frá ástæðunum fyrir því að hún ákvað að stytta sér aldur. Í þáttunum er fylgst með lífi Clay Jensen eftir að hann fékk kasetturnar afhentar.

Þættirnir eru einnig umdeildir og hafa verið gagnrýndir meðal annars fyrir að sýna sjálfsvíg í fögru ljósi.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram