Dagur flytur eigin útgáfu af Say Something og gerir það fáránlega vel

Auglýsing

Spennan fyrir úrslitunum í Söngvakeppni Sjónvarpsins er í algleymingi og söngvararnir sem flytja lögin sín á laugardaginn eru að minna á sig úti um allt. Dagur Sigurðsson hefur birt eigin útgáfu af laginu Say Something sem Justin Timberlake og Chris Stapleton sendu frá sér nú á dögunum. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Athygli vekur að Dagur hyggst flytja lag sitt, Í stormi, á íslensku á laugardaginn en þá býðst keppendum í fyrsta skipti að flytja lög sín á ensku. „Okkur fannst veðurguðirnir hreinlega hafa öskrað íslenska textann síðustu daga og ætlum við að þóknast þeim,“ segir Dagur.

Það er líka komin tími á að senda lag á okkar tungumáli. Við erum stolt af okkar tungu og væri algjör draumur að fá að flytja lagið á íslensku í Portúgal.

Eurovision-keppnin fer fram í Lissabon í Portúgal dagana 8.,10. og 12. maí.

Auglýsing

læk

Instagram