Hógvær Palli jójó keppir á heimsmeistaramótinu í jójó í Hörpu: „Ég myndi segja að ég væri ágætur“

Heimsmeistaramótið í jójó fer fram í Hörpu dagana 10. til 12. ágúst. 200 keppendur frá þrjátíu löndum eru skráðir til leiks og Íslendingar eiga að sjálfsögðu sinn fulltrúa: Palla jójó.

Páll Valdimar Guðmundsson hefur náð alveg ótrúlegri færni með jójóið. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti Palla og fékk hann til að segja sér aðeins frá heimsmeistaramótinu og sýna sér hvernig á að fara að þessu. Spurður hvort hann sé góður í listinni svarar Palli hógvær: „Ég myndi segja að ég væri ágætur.“ Það er nefnilega það. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Þegar Elísabet fékk að prófa gekk það hins vegar svona vel

????????????????????????

Auglýsing

læk

Instagram