Auglýsing

Mínimalíski lífsstíllinn blómstrar á Íslandi, verslar ekki í H&M og á bara tvö pör af spariskóm

Rúmlega 5.500 manns eru hópi áhugafólks um mínimalískan lífsstíl á Facebook. Hópurinn hefur vaxið gríðarlega hratt og virðast sífellt fleiri vilja einfalda líf sitt með því að eiga aðeins það sem gefur lífinu gildi.

Eva Ruza Miljevic, útsendari Nútímans, hitti Þórhildi Magnúsdóttur sem hleypti okkur inn á heimili sitt og fræddi okkur um allt sem viðkemur mínimalíska lífsstílnum.

Sjá einnig: Fleiri myndbönd frá Nútímanum

Þórhildur verslar ekki í H&M og lætur sér nægja tvö pör af spariskóm. Hún segir að mínimalsíski lífsstíllinn snúist um að einfalda líf sitt svo maður geti hreinlega einbeitt sér að lífinu.

„Þetta var eitthvað sem ég tók eftir þegar ég var í fæðingarorlofi og bjó í lítilli íbúð með rosa mikið af dóti. Þá fór of mikill tími í að taka til og það var einhvern veginn allt alltaf í drasli,“ segir Þórhildur í viðtali við Evu.

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing