Auglýsing

Ólafur Darri í sjóðandi heitri hópkynlífssenu í Zoolander 2, sjáðu myndbandið

Eins og Nútíminn greindi frá í nóvember á síðasta ári þá fer leikarinn Ólafur Darri með hlutverk í gamanmyndinni Zoolander 2. Um er að ræða sjóðandi heita kynlífssenu en hægt er að horfa á brot úr atriðinu í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Ólafur Darri í Zoolander 2: „Hefði verið til í að snúa rassinum í vélina og borga með mér!“

Hlutverk Ólafs Darra er alls ekki stórt og hefur lítið að segja um framvindu myndarinnar. Í viðtali við Nútímann á sínum tíma hvatti hann fólk til að vera með augun opin því annars væri hægt að missa af honum. „En án gríns: Ef fólk hóstar þá gæti það misst af mér,“ sagði hann léttur.

Það er þó alltaf gaman að heyra rödd kappans en stuttu eftir að atriðið hefst hvetur hann Hansel, eina af aðalpersónum myndarinnar, til að stunda merkingarlaust kynlífs.

Zoolander 2 er ekki lengur í íslenskum kvikmyndahúsum en hlýtur að vera væntanleg á DVD og VOD-leigur. Við hvetjum fólk til að horfa á myndina til að fá atriði okkar manns í samhengi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing