Auglýsing

Steindi fer á kostum sem svín í nýrri auglýsingu: „Flottasti svínastrákurinn minn“

Grínistinn og leikarinn Steinþór Hróar Steinþórsson fer á kostum í nýrri auglýsingu fyrir snjallsímaforritið Kass. Steindi leikur einstakling sem gleymdi að sækja forritið í símann sinn með þeim afleiðingum að hann breyttist í svín. Sjáðu auglýsinguna hér að neðan.

Steindi gat ekki rukkað vini sína fyrir pítsu og átti því ekki nægan pening fyrir bensíni á bílinn. Hann varð því bensínlaus og þurfti að labba heim til sín. Hann stytti sér leið í gegnum Húsdýragarðinn og var bitinn af svíni.

„Ef þið þekkið einhvern sem hefur verið bitinn af svíni, þá vitiði að maður breytist sjálfur í svín við að vera bitinn af svíni,” segir Steindi sem kemst að því að lífið er enginn dans á rósum þegar maður er svín.

Horfðu á myndbandið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing