Stórkostlegur svipur á Ladda þegar Saga varpaði bombu í beinni á RÚV, sjáðu myndbandið

Auglýsing

RÚV hélt áfram að halda upp á 50 ára afmælið sitt með sérstökum þætti um grín í sjónvarpi í beinni útsendingu í gærkvöldi. Grínistinn Saga Garðars var á meðal gesta og var meðal annars spurð hvort hún væri komin að niðurstöðu í eilífðarspurningunni hvort það megi gera grín að öllu.

Hún svaraði af einlægni og tók grín úr fortíðinni sem dæmi: „Við erum orðin miklu betra fólk en þegar við vorum að gera Heilsubælið og svona.“

Svarið virðist hafa vakið upp einhvers konar tilfinningar hjá Ladda, sem setti upp stórkostlegan svip, sem má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. Við áttum reyndar aðeins við myndbandið — allt í nafni grínsins.

Auglýsing

læk

Instagram