Örskýring: Af hverju eru allir að tala um eldislax og landsliðskokka nema ég?

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

Stjórn Klúbbs matreiðslumanna hefur rift samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. Þetta kemur fram á Vísi.

Hvað er búið að gerast?

Samningurinn við Arnarlax var kynntur við hátíðlega athöfn í Hörpu á miðvikudaginn. Hann var hins vegar undirritaður 20. ágúst síðastliðinn.

Auglýsing

Samningurinn var umdeildur en í gær hættu fjórtán landsliðsmenn að gefa kost í liðið sem hefur æft undanfarið ár fyrir heimsmeistaramótið í nóvember. Meistarakokkurinn Sturla Birgisson sagði samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins.

Í yfirlýsingu kom fram að landsliðsfólkið hafi mótmælt samningnum á þeim forsendum að framleiðsluhættir þess væru ógn við villta lax- og silungastofna og hefðu margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu,“ sögðu kokkarnir í yfirlýsingu sinni.

Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir á Vísi að viðbrögð kokkalandsliðsmanna við samningnum hafa komið sér á óvart. Hann segir að landsliðskokkar hafi framreitt kræsingar úr hráefni Arnarlax með bros á vör við undirritun í Hörpu á miðvikudaginn og grunar andstæðinga fiskeldis um að hafa haft í hótunum við kokkana.

Samningnum er meðal annars rift vegna vanefnda en Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Klúbbs matreiðslumanna, segir á Vísi að samningsbundnar greiðslur hafi ekki borist.

Hvað gerist næst?

Framundan er heimsmeistaramót kokkalandsliða í nóvember.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Dásamlega gott keto kex

Langbesta keto kexið!

Instagram