Auglýsing

Örskýring: Leikmaður í Pepsi Max deild karla gæti verið á leið í bann fyrir rasísk ummæli

Um hvað snýst málið?

Björgvin Stefánsson, leikmaður knattspyrnuliðs KR, var fenginn til þess að lýsa leik Hauka og Þróttar á Haukar TV. Þar lét hann rasísk ummæli falla í garð Archange Nkumu leikmann Þróttar. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin.

Hvað er búið að gerast?

Eftir að það var vakið athygli á ummælum Björgvins á samfélagsmiðlum baðst hann strax afsökunar og sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter. Í kjölfarið hafa KR-ingar sent frá sér yfirlýsingu  sem og Haukar þar sem greint er frá því að stjórn knattspyrnudeildarinnar harmi ummælin.

Margir hafa tjáð sig um málið en þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Sanna Magdalena sem segir á Facebook að fólk sem segi svona hluti og sér eftir þeim ætti að ganga skrefinu lengra og skoða rót vandans, hugsunarleysi sé ekki afsökun fyrir slíkum ummælum.

Hvað gerist næst?

Knattspyrnuvefurinn Fótbolti.net greinir frá því að Björgvin eigi yfir höfði sér fimm leikja bann með KR-ingum fyrir brot á agareglum KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ sagði í samtali við 433.is að hún væri að safna gögnum í máli Björgvins og að hann ætti líklega von á refsingu.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing