Örskýring: Handtökur vegna spillingarmála í FIFA

Um hvað snýst málið?

Stjórn­end­ur FIFA eru sakaðir um að hafa þegið tugi millj­óna Banda­ríkja­dala í mút­ur und­an­farna ára­tugi.

Um tvær rannsóknir er að ræða. Önnur teng­ist ára­tuga löngu fjár­svika­máli en hin mútu­greiðslum í tengsl­um við ákvörðun um að halda HM í knatt­spyrnu í Rússlandi 2018 og Kat­ar 2022.

Hvað er búið að gerast?

Sviss­neska lög­regl­an gerði hús­leit í höfuðstöðvum FIFA í Zürich og hef­ur lagt hald á ým­is­kon­ar gögn.

Sex stjórn­end­ur FIFA voru hand­tekn­ir á hót­eli í sömu borg og eru þeir grunaðir um aðild að fjár­svika­máli. Þeir eru grunaðir um að hafa þegið mút­ur og fleiri greiðslur frá því snemma á tí­unda ára­tugn­um til dags­ins í dag.

Þegar hafa ein­hverj­ir játað sök í mál­inu.

Tíu til viðbót­ar verða yf­ir­heyrðir en þeir tóku þátt í staðar­vali á HM á ár­un­um 2018 og 2022.

Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal þeirra sem hafa verið handteknir. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort hann sjálfur er til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum.

Hvað gerist næst?

Óvíst er hvaða afleiðingar málið hefur. Málið er þó slæmt fyrir FIFA og Sepp Blatter sem sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri á aðal­fundi FIFA í Sviss á föstu­dag.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram