Örskýring: Volkswagen svindlaði á útblástursprófum

Um hvað snýst málið?

Hugbúnað sem var notaður til að svindla á útblástursprófum er að finna í 11 milljón bílum frá Volkswagen um allan heim. Bílarnir eiga sameiginlegt að vera með dísilvélar.

Hugbúnaðurinn skynjaði hvenær útblástursprófin fóru fram og ræsti þá vélbúnað sem dró úr útblæstri, samkvæmt bandarískum yfirvöldum.

Hugbúnaðurinn slökkti á vélbúnaðinum þegar bílunum var ekið á hefðbundinn hátt og þar með jókst útblásturinn langt umfram leyfileg mörk. Var það mögulega gert til að spara eldsneyti, auka tog og bæta hröðun.

Hvað er búið að gerast?

Volkswagen hefur ekki sent frá sér lista yfir bíla í Evrópu sem eru með þennan búnað. Í Bandaríkjunum verða sjö tegundir innkallaðar, alls 500 þúsund bílar. Þar verða bílar frá Audi einnig innkallaðir, en Audi er í eigu Volkswagen.

Verðmæti hlutabréfa í Volkswagen hefur hríðlækkað. Martin Winterkorn, aðalforstjóri Volkswagen, hefur sagt upp störfum. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér segist hann hafa gert það með hagsmuni fyrirtækisis í fyrirrúmi.

Lögfræðistofa í Chicago í Bandaríkjunum hyggst standa fyrir hópmálsókn á hendur Volkswagen.

Hvað gerist næst?

Þúsundir Volkswagen bílar eru hérlendis. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, sagði í fréttum RÚV að það væri ekki öruggt að þeir séu með þá vél sem vakið hefur athygli vegna svindlsins.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram