today-is-a-good-day

Hvað með mig?

Í síðustu viku byrjuðu Sambíóin að bjóða upp á ókeypis dömubindi í bíóhúsum sínum. Viðbrögð internetsins voru fyrirsjáanleg og margir virðast telja að þarna séu bíóhúsinu að mismuna þeim.

Umræðan á Facebook-síðu Sambíóanna er reyndar að mestu jákvæð en einhverjir spyrja: „Hvað með mig?“ Af einhverjum ástæðum vilja sumir vita af hverju Sambíóin bjóði ekki líka upp á ókeypis smokka á meðan aðrir vilja popp og Kók í boði hússins. Þetta gera þeir án þess að sanna tengsl túrblóðs við kynlíf eða tengsl kynlífs við popp og Kók.

Fyndið að þurfa að hafa skoðun bókstaflega á öllu — meira segja því sem gæti ekki komið viðkomandi minna við. Líka fyndið að telja að þegar ákveðinn hópur fær eitthvað, að þá verði maður sjálfur líka að fá eitthvað. Svona eins og þegar maður er fjögurra ára.

Ég vil bara minna þá sem telja að ókeypis dömubindi séu einhvers konar ósanngjörn ráðstöfun sem bitnar á þeim persónulega að það er allt nákvæmlega eins og það var fyrir viku, fyrir utan að Sambíóin bjóða konum upp á ókeypis dömubindi.

Ekkert annað hefur breyst.

Auglýsing

læk

Instagram