Auglýsing

Uppskrift að einlægu spjalli

Börn eru upp til hópa geysimiklir hugsuðir. Og eins og allir foreldrar vita þá bregðast þau vel við einlægni og áhuga. Það getur oft reynst erfitt að finna heppilegan tíma fyrir uppbyggilegar og innilegar samræður þegar stundataflan er þéttskipuð og fílófaxið í messi. Tíminn rétt fyrir svefinn er góður því þá er vonandi komin ró í mannskapinn og það er gott að ljúka deginum á jákvæðum nótum. Hér eru nokkrar kveikjur fyrir ykkur:

Hvað langar þig að dreyma í nótt?

Til hvers hlakkar þig á morgun?

Getur þú nefnt þrjá skemmtilega hluti sem gerðust í dag?

Af hverju ertu stoltust/stoltastur í eigin fari?

Hvað gekk best í dag? Hvað var erfiðast í dag?

Hvað langar þig mest til að læra að gera vel?

Hvað líkar þér best í fari besta vinar eða vinkonu þinnar?

Hver er fyndnasta manneskjan sem þú þekkir?

Hverjum langar þig að hjálpa?

Hvað er það fallegasta sem einhver hefur sagt við þig?

Hver er hetjan þín og af hverju?

 

PS.

Svo má vel nota þessar spurningar á unglinginn og makann líka.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing