​„Okkur vantar stelpu til að spila.“ – DJ Sura

Auglýsing

DJ Vikunnar

Nýverið kíkti plötusnúðurinn Þura Stína – betur þekkt sem DJ Sura – í hljóðver SKE en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni „DJ vikunnar“ þar sem nýr plötusnúður lítur við í hljóðverið í hverri viku, svarar nokkrum viðeigandi spurningum og ræðir fimm góð lög.

Það er nóg að gera hjá Þuru Stínu þessa dagana en ásamt því að koma reglulega fram sem plötusnúður tilheyrir hún einnig hljómsveitinni CYBER sem gefur út nýja plötu, HORROR, næsta föstudag (13. október).

Auglýsing

Í viðtalinu spurði SKE meðal annars hvort að viðhorfið gagnvart kvenkyns röppurum/plötusnúðum væri að breytast hér á landi:

„Já, og ég veit ekki hvort að það sé á góðan hátt; ég hef oft fengið bókanir þar sem það er sagt: ,Okkur vantar stelpu til að spila.’ Þú vilt ekki fá það á tilfinninguna að það sé verið að bóka þig vegna þess að þú ert að stelpa – og það vantar stelpu til að fylla upp í eitthvað stráka prógram.“

– DJ Sura

Hér er svo myndband við lagið Psycho sem CYBER gaf út fyrir stuttu ásamt Countess Malaise. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram