10 ljótar jólapeysur fyrir rappunnendur

Auglýsing

1. Run the Yules (Run the Jewels)

Þeir Killer Mike og El-P eru mikil jólabörn. Ekki nóg með það að þeir gáfu út lagið Christmas Fucking Miracle árið 2013, heldur eru þeir einnig að selja þessa fínu jólapeysu. 

Nánar: https://www.daylightcurfew.com…

2. Dabbing Santa (2 Chainz)

Auglýsing

Með Dabbing Santa peysunni sameinar 2 Chainz tvö ólík menningarleg fyrirbæri: ljótar jólapeysur og dansinn vinsæla Dab (sem á rætur að rekja til Atlanta, heimabæ Chainz). 

Nánar: https://www.2chainzshop.com/co…

3. I Know When Those Sleigh Bells Ring (Drake)

Hotline Bling var eitt vinsælasta lag ársins, í myndbandinu steig Drake einn furðulegasta dans ársins og nú hefur hann gefið út eina fínustu peysu ársins. Með „I Know When Them Sleigh Bells Ring“ jólapeysunni geta menn fagnað jólunum um leið og þeir styðja kanadíska rapparann Drake. 

Nánar: https://www.etsy.com/listing/4…

4. Kneeling Santa (Nas)

Hér er á ferðinni pólitísk jólapeysa sem vísar í mótmæli ruðningsstjörnunnar Colin Kaepernick. Kaepernick særði þjóðarstolt margra Bandaríkjamanna í sumar þegar hann mótmælti ofbeldi lögreglunnar á hendur þeldökkra með því að neita að rísa á fætur fyrir þjóðsöng BNA fyrir leiki í NFL deildinni. Hluti af ágóðanum rennur til stuðnings The Center for Court Innovation, samtök sem berjast fyrir umbótum á bandaríska fangelsis- og réttarkerfinu. 

Nánar: https://www.hstryclothing.com/…

5. Fresh Prince of Bel Air (Will Smith)

Jólapeysur eiga helst að vera háværar („loud“). Á tíunda áratugnum voru fáir jafn háværir og Prinsinn ferski frá Bel Air. 

Nánar: https://www.rageon.com/product…

6. Coogi Sweater (Biggie Smalls)

Ekkert fangar stíl rapparans Biggie Smalls betur en Coogi peysan og þó svo að hún flokkist ekkert endilega sem jólapeysa, þá á hún, samt sem áður, vel við: lítrík, hávær.

Nánar: https://www.ebay.com/itm/COOGI-…

7. Run Xmas (Rum DMC)

Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í jólapeysu Run DMC: Einföld. Stílhrein. Gangsta’.

8. Sleigh All Day (Beyoncé)

Nýjasta jólalína Beyoncé geymir meðal annars þessa fínu jólapeysu: Sleigh All Day. 

Nánar: https://shop.beyonce.com/

9. The Roots Christmas Sweater (The Roots)

Hljómsveitin The Roots gaf út þessa fínu jólapeysu árið 2013. 

Nánar: https://shop.okayplayer.com/pr…

10. 36 Chambers (Wu-Tang Christmas)

Ekkert öskrar JÓL eins og 36 Chambers jólapeysan frá Wu-Tang. 

Nánar: https://shreddersapparel.com/pr…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram