„Brúnir bastarðar í Barcelona treyjum“—Alexander Jarl gefur út nýtt lag (viðtal)

Auglýsing

Viðtöl

SKE: Hvað rapptónlist varðar hefur árið 2018 svo sannarlega verið gjöfult. Erlent listafólk á borð við Cardi B, J. Cole, Kanye West, Pusha T, Teyana Taylor, Travis Scott og nú síðast Lil Wayne hefur allt gefið út stórgóðar plötur—og má einnig segja að árið á Íslandi hafi verið viðburðaríkt. Einn af þeim sem hyggst gefa út nýja plötu, eða mixtape, á árinu (“fingers crossed”) er rapparinn Alexander Jarl en í morgun (3. október) gaf Jarlinn aðdáendum sínum forsmekk á sæluna með útgáfu lagsins “Fyrir mig” á Spotify. Í tilefni útgáfunnar heyrði SKE í Jarlinum og spurði hann nánar út í lagið, lífið og væntanlega plötu. Gjörið svo vel. 

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Alexander Jarl

SKE: Já, góðan daginn. Hvað segir Jarlinn gott?

Auglýsing

Alexander Jarl: Aldrei betri.

SKE: Þú varst að gefa út lagið Fyrir mig á Spotify. Hvað geturðu sagt okkur um lagið?

AJ: Innflytjenda wave. Mediterranean strandpartí. Brúnir bastarðar í Barcelona treyjum. Fimm evru kebab og rosé. Í strætó að vibe-a með speaker, no headphones. Mjúkt samt hart, hægt samt hratt. Í strætó að vibe-a með speaker.

SKE: Okkur skilst að ljósmyndin sem fylgir laginu sé tekin á Marbella. Er það rétt og er einhver sérstök tenging þar á milli?

AJ: Ég er staddur í Marbella, myndin er tekin í bakgarðinum. Mig langaði að hafa umslagið eitthvað hrátt eins og lagið, þannig að ég tók myndina með símanum. 
Það er í raun engin tenging nema sú að lagið er mjög mediterranean eins og banana- og pálmatrén, sundlaugin og sólin.

SKE: Það er ein lína í laginu sem stendur óneitanlega upp úr: „Ekki fokka í manni sem veit hvernig er að missa allt sem hann hafði.“ Við  viljum ekki hnýsast um of en gætirðu nokkuð farið nánar út í þessa sálma?

AJ: Þarna er ég að tala um það þegar umhverfið þvingar einstaklinginn yfir einhverja ákveðna línu þar sem aldrei verður aftur snúið. Ég ætla að eiga þetta fyrir mig—það er alveg nóg af mínu einkalífi í lögunum. Lagið Allt Undir snerti aðeins á þessu viðfangsefni og lagið Án Djóks, sem er væntanlegt, segir nokkurn veginn söguna alla.

SKE: Um daginn gafstu út lagið California King en það var fyrsta lagið sem þú gafst út í rúmt ár. En er eitthvað að frétta af margumræddu mixteipi sem hefur verið í bígerð býsna lengi?

AJ: Við Helgi Ársæll eigum efni í nokkur mixtapes—en erum ekkert að flýta okkur. Ég lofaði mér í september en gat ekki staðið við það, Yandhi style. Þetta kemur þegar þetta kemur. It’s whatever.

Nánar: https://www.independent.co.uk/…

SKE: Hvernig er heilsan? Okkur skilst að þú hafir glímt við brjósklos síðastliðin misseri—er það rétt?

AJ: Ég fékk brjósklos í körfunni back in the day og hef glímt við það í tæpan áratug núna. Það fór hratt versnandi í sumar en nú er ég allur að koma til eftir sjúkraþjálfun og er að gera styrktaræfingar, jóga og æfa BJJ hjá The Flow Academy eins og er. 

Nánar: https://www.instagram.com/thef…

SKE: Þú hefur tekið þátt í uppbyggingu Reykjavík MMA—hvað geturðu sagt okkur um það?

AJ: Já, ég hjálpaði til með að kickstart-a því verkefni. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í. Mjög hrátt og alvöru gym það, með frábærum þjálfurum og góðu andrúmslofti sem er að skila sér í árangri í keppnisferðum erlendis. Ég mæli með að lesendur prufi—en skora á blaðamenn SKE.is að kíkja í búrið og taka aðeins á hvorum öðrum. Ekkert hollara.

SKE: Conor v. Khabib. Hugleiðingar?

AJ: Ég segi bara eins og Khabib sagði á blaðamannafundinum: “One day, everybody eat slap.” (lesist með Dagestani hreim)

SKE: Og að lokum: Tha Carter V? Ertu jafn hrifinn af henni og við?

AJ: Ég á hana eftir. Var aldrei mikill Wayne maður þannig ég er ekki með háar væntingar.

(SKE þakkar Jarlinum kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til að hlýða á lagið Fyrir mig á Spotify.)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram