„DJ-ar eru rokkstjörnur 21. aldarinnar.“ – Fufanu

Tónlist

SKE: Ef allt súrefni jarðar yrði snarlega sogað burt úr andrúmsloftinu myndum við hjá SKE harma þöggun tónlistarinnar fyrst, áður en okkur dytti í hug að syrgja eigin yfirvofandi köfnun og dauða: „Án tónlistarinnar væri lífið mistök,“ svo við vitnum nú í vindbelginn Nietzsche. En hvað um það … 
hljómsveitin Fufanu hefur gert það gott upp á
síðkastið, gáfu út tveggja laga EP plötu um jólin, spiluðu á KEX Hostel stuttu síðar og eru á leiðinni í túr um Bretland í lok febrúar  einnig kemur hljóðversplatan Sports út 3. febrúar (og til þess að bæta skjannahvítu ofan á nýfallinn snjó sagði útvarpskonan Cheryl Waters, hjá KEXP, að Fufanu væri líklegast besta tónleikaband („live band“) sem hún hafði séð á ævinni). Í tilefni velgengninnar heyrði SKE í Fufanu og lagði fyrir þá nokkrar viðeigandi spurningar.

Viðtal: RTH
Viðmælendur: Kaktus Einarsson og Guðlaugur Einarsson

SKE: Fufanu
gaf hlustendum jólagjöf: tveggja laga plötu sem kom út 24.
desember. Hvernig höfðuð þið það annars yfir jólin og áramótin?

Kaktus: Við
vorum rosa léttir um jólin, líkt og önnur jól. Annars héldum
við tónleika á KEX hostel 28. desember sem voru gríðarlega
hressandi.

SKE: Hvað
er að frétta af Damon Albarn?

Fufanu: Ég
veit það ekki, getið spurt hann sjálf á damon@lbarn.co.uk …

SKE: Á
hvaða leiti er
Sports frábrugðin
hljóðversplötunni
A Few More
Days To Go?

Fufanu: Ég
held að meginmunurinn sé sá að núna vitum við betur hvernig við
eigum að koma hlutum til skila eins og við viljum að þeir séu. Það
segir sig kannski sjálft þar sem A
Few More Days To Go
er okkar fyrsta
plata og hún tók í raun miklu lengri tíma í vinnslu og er meira
út um allt. Sports
er mun meiri heild og að vissu leyti meira “clean” og
aðgengilegri en sú fyrri, þó svo að það hafi aldrei endilega
verið planið.

SKE: Í
viðtali við Stereogum árið 2015 lét Gulli eftirfarandi ummæli
falla: “We’re not popular in Iceland. Not at all.” Er þetta að
breytast?

Fufanu: Við
erum örugglega vinsælli núna heldur en þá, sem byggist á því
að fleiri þekkja okkur. En ég held að eina innlenda tónlistin
sem er eitthvað vinsæl hér sé hip-hop tónlist.

SKE: Í
einu og sama viðtalinu vitnaðir þú í Bobby Womack sem sagðist
aldrei syngja um neitt sem hafi ekki hent hann persónulega. Á þessi
speki við textagerðina á plötunni
Sports?

Fufanu: Já,
en ef hæfileikar skáldsagnahöfunda Íslands væru til staðar væri
þetta örugglega öðruvísi.

SKE: Fufanu
er þekkt fyrir sérdeilis lifandi flutning á tónleikum. Hver er
lykillinn að góðri spilamennsku – og „performance“?

Fufanu: Nú
verður ekki vitnað í Bobby Womack heldur kennslumyndband fyrir
Neti Pot: “Just let it flow.”

SKE: Nick
Zinner úr hljómsveitinni Yeah Yeah Yeahs’ pródúseraði
Sports.
Zinner og þú áttuð víst eftirminnilegt kvöld saman í New York
árið 2014, skv. nýútgefnu viðtali. Var þetta djamm?

Fufanu (Kaktus): Já,
þar sem ég steig í poll og Nick gekk á staur, man mjög vel eftir
báðum atvikum.

SKE: Þið
voruð / eruð með stúdíó á Skúlagötunni, ekki satt? Stendur
ekki til að rífa bygginguna?

Fufanu: Jújú,
við erum þar ennþá. Það er búið að standa til að rífa
húsið í þó nokkurn tíma en liggur alltaf í lausi lofti.

SKE: Hvað
er framundan eftir útgáfu plötunnar?

Fufanu: Við erum að fara á lítinn túr um Bretland í
lok febrúar og í framhaldinu eru tónleikar hér og þar. Annars
höldum við bara áfram að gera nýja tónlist þess á milli.

SKE: Teljið
þið að tónlist sé skotspónn hugans?

Fufanu: Já, það teljum við og við teljum líka að Dj-ar séu rokkstjörnur
21. aldarinnar.

(SKE þakkar Fufanu kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að tryggja sér eintak af plötunni Sports ásamt því að fylgjast vel með Fufanu í framtíðinni. Hér fyrir neðan eru svo nokkur myndbönd. S/O á DJ Ívar.)

Nánar: https://www.fufanu.net/

Auglýsing

læk

Instagram