Emmsjé Gauti tísar nýrri plötu

Auglýsing

Rapparinn Emmsjé Gauti birtir lagalista væntanlegrar plötu á Instagram og Twitter í dag. Platan er titluð Bleik ský og segir Gauti hana vera 90% tilbúna. Hann segist ekki vita nákvæman útgáfudag en sennilega er ekki langt í það.

Þetta mun vera sjötta breiðskífa Gauta og má alveg segja að hann sé einn lífseigasti rappari Íslandssögunnar – það eru ekki margir sem geta státað af eins löngum og stjörnum prýddum ferli eins og hann. Þrátt fyrir að hann sé orðinn fjölskyldufaðir með Audi spons og há kollvik nær hann enn að framlengja rappferilinn sinn; lagið Malbik var eitt vinsælasta lag síðasta árs og ný plata á leiðinni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram