„Fíla ekki tölvutónlistarmenn sem ýta bara á ,play.’“

Auglýsing

Hin leynilega sólstöðuhátíð (Secret Solstice) verður haldin í þriðja sinn í ár og kveikir sú staðreynd gríðarstórt bál í brjósti mér sem brennur af megnri tilhlökkun, sumsé tilhlökkunin er bensínið sem nærir eldinn. Ég get vart átt í samræðum um tónlist án þess að þessi fyrrgreindi funi teygi sig fram úr kjaftinum og svæli kinnar viðmælanda minna sem löng, óaðlaðandi eldtunga: Djöfullinn sem ég er spenntur! Hvers vegna? Jú, vegna þess að aldrei fyrr í sögu hátíðarinnar hafa nöfn helstu aðalstjarnanna myndað setningu sem ómar af jafn mikilli frægð, frama og fegurð og þessi: „Radiohead, Deftones, Of Monsters and Men, Die Antwoord, Jamie Jones, St Germain, Róisín Murphy, Action Bronson, Flatbush Zombies.“ Þetta er beinlínis eins og að þylja upp nöfn dýrlinga fyrir sannkristnum manni. Til þess að undirbúa mig fyrir komandi veislu heyrði ég í hinum hæfileikaríka Auðuni Lútherssyni (Auður) og lagði ég fyrir hann nokkrar vel til fundnar spurningar, en Auðunn kemur fram á Solstice í ár.

Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér eins og fasteign í auðmannahverfi í London hvernig myndi sú frásögn hljóða?

Einstök eign, falleg að innan sem utan, nýmóðins og vellyktandi.

Hvern styður þú til embættis forseta Íslands?

Auglýsing

Er frekar torn á milli Guðna og Andra þegar þetta viðtal er gefið.

Er lífið bara improv?

Já, einn stór djass. Spilaðu eitthvað skrítið.

Þú birtir nýverið mynd af þér þar sem þú krýpur við hlið Hollywood stjörnu Bruce Lee. Af hverju hann?

Því ég er vatnið.

Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti?

Komandi verkefni. Plötuna mína. Tónleika.

Þú spilar á Secret Solstice í júní. Við hverju mega áhorfendur búast?

Góðu „show-i.“ Þetta er allt glænýtt efni sem ég hef fengið að spila bæði í Noregi og L.A. á hátíðum við góðar móttökur. Ég hlakka til að spila þetta á flottri hátíð hérna heima. Ég legg mikla áherslu á lifandi flutning í þessu verkefni. Ég fíla ekki að tölvutónlistarmenn ýta bara á „play.“

Á hvað ert þú að hlusta á þessa dagana?

Nýju James Blake plötuna. Hún er ótrúlega falleg. Lemonade á líka sína spretti og dvsn sömuleiðis.

Ef þú yrðir að velja áletrun á grafsteininn þinn, hver yrði sú áletrun?

Falin fjarsjóður hér ↓

Hvenær kemur platan út?

„When the time is right.“ Ég er orðinn mjög stoltur af því sem komið er. Útaf erlendum áhuga sé ég ekki gróða í því að „upload-a“ henni bara á SoundCloud. Engar áhyggjur hún verður flott. Bráðum.

Uppáhalds tilvitnun / one liner?

„Without deviation from the norm, progress is not possible.“

Drekkurðu mikið af Red Bull?

Reyndar ekki. Ætli ég drekki eitthvað af því þegar þeir bjóða mér til Kanada að spila og vinna í haust hjá Red Bull Music Academy.

SKE þakkar Auðuni kærlega fyrir spjallið. Hér er svo lagið South America eftir Auðunn, ásamt laginu Strákarnir (sem Auðunn pródúseraði fyrir Emmsjé Gauta).

Orð: FN

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram